Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins 16. júní 2018 15:03 Hannes Þór Halldórsson fagnar. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira