Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:00 Ólafía Þórunn spilaði stöðugt golf í dag eftir erfiða byrjun. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira