Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:30 Byrjar Aron eða byrjar hann ekki. Það er spurningin. vísir/vilhelm Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira