Gjörningur í beinni frá Reykjavík og á skjá í Gent Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2018 06:00 Elísabet verður í góðum gír heima í herbergi að sýna Belgum gjörning. Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira