Stóri bróðir fastur heima í 1. deildinni og sér ekki Hörð spila á HM Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 14:00 Hörður Björgvin er uppalinn Framari en hefur spilað bæði á Ítalíu og Englandi. Vísir/Vilhelm Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira