Þátturinn er í umsjón þeirra Benedikts Valssonar, sem er þáttastjórnandi, Hjörvars Hafliðasonar sérfræðings og Garðars Arnar Arnarsonar leikstjóra. Fjölmargir aðrir sérfræðingar munu einnig venja komu sína í þáttinn en á meðal þeirra eru Gunnleifur Gunnleifsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Reynir Leósson og Jón Þór Hauksson.
Auk þess að fjalla um HM verður fjölmargt á dagskrá í tengslum við keppnina. Fastir dagskrárliðir verða spurningakeppnin „HjöbbQuiz“ og „Dinamo þrasið“ þar sem sérfræðingar þáttarins takast á um hin ýmsu málefni.
Þá fá fréttamenn Stöðvar 2 Sports í Rússlandi sinn sess en í „rússnesku mínútunni“ verður greint frá hinu ýmsu sem dregið hefur á daga þeirra ytra. Þá munu þeir færa áhorfendum heima í stofu margskonar efni, svo sem viðtöl við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins sem mun vitaskuld fá veigamikinn sess í hverjum þætti Sumarmessunnar.
Sumarmessan er oftast á dagskrá klukkan 21.00 þá daga sem keppt er á HM. Í kvöld verður þátturinn raunar á dagskrá klukkan 22.35 en hann hefst strax að Pepsimörkunum loknum á Stöð 2 Sport.
Við förum í loftið með glæ nýjan þátt í umsjón @bennivals á fimmtudag. Í beinni á @St2Sport
— Sumarmessan (@Messan365) June 11, 2018
Upplifðu HM með Benna, @hjorvarhaflida og góðum gestum allt HM. Fótboltatal, HjöbbQuiz™️ og margt fleira. Það verður fjör alla daga kl 21:00. #sumarmessa pic.twitter.com/VjdsFTfSPE