Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 20:08 Frændur okkar í Færeyjum eru greinilega góðir stuðningsmenn og fögnuðu eftirminnilega 1-1 jafntefli Íslands við Portúgal á Evrópumótinu fyrir tveimur árum síðan. Vísir/SH Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02