„Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2018 16:45 Murray velti fyrir sér fatavali kvöldsins þar sem hann kynnti sér aðstæður í Eldborg í kvöld en hvort hann verði með Íslandshúfuna er óljóst. vísir/egill Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30