Mohamed Salah, sem meiddist á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, er búinn að ná sér af meiðslunum og verðum með á móti Úrúgvæ á morgun.
Héctor Cúper, þjálfari Egypta, talaði um þetta á blaðamannafundi í dag. „Það er næstum því 100 prósent öruggt að hann spili leikinn á morgun ef að ekkert óvænt gerist,“ sagði Héctor Cúper.
BREAKING: Egypt say striker Mohamed Salah is fit to play against Uruguay in Group A match on Friday. #SSNpic.twitter.com/2oFjrUTpaV
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 14, 2018
Meðferðin hjá Mohamed Salah hefur gengið framar vonum og nú er komið í ljós að hann getur spilað alla leiki Egypta á HM svo framarlega sem hann meiðist ekki aftur.
Egyptaland og Úrúgvæ eru í A-riðli en hin liðin, Rússland og Sádi-Arabía mætast í opnunarleik HM á eftir.