Handbolti

Theodór: Á ekki von á öðru en að fara með á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar
Theodór Sigurbjörnsson  í leik með ÍBV
Theodór Sigurbjörnsson í leik með ÍBV Vísir/Vilhelm
Theodór Sigurbjörnsson var kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrr í dag fyrir leikinn gegn Litháum í Laugardalshöllinni í kvöld. Örlögin urðu þau að Theodór fékk stórt hlutverk í liðinu í kvöld og varð næst markahæstur í liði Íslands.

Hann þakkaði því Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara svo sannarlega stoltið.

„Já, ég hef margoft verið í þessum hóp en verið óheppinn með meiðsli og annað, sérstaklega þegar þessir landsleikir eru. Ég nýtti þetta vel og kærkomið tækifæri sem ég er að fá hérna í dag,“ sagði Theodór.

Theodór spilaði meirihluta leiksins í horninu eftir að Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Hann setti fimm mörk í leiknum sem fór 34-31 fyrir Íslandi.

„Litháen er með mjög flott lið og flotta leikmenn. Þetta er virkilega öflugur sigur og geðveikt að vera kominn á HM.“

Aðspurður hvort hann ætti von á því að vera í hópnum sem fari til Þýskalands og Danmerkur í janúar var svarið einfalt: „Ég á ekki von á öðru,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×