Lífið

Ragna Lóa selur fjögur hundruð fermetra einbýlishús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstak heimili í Árbænum.
Einstak heimili í Árbænum.
Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur sett fjögur hundruð fermetra einbýlishús sitt við Lækjarás á söluskrá en hún bjó þar ásamt knattspyrnumanninum Hermanni Hreiðarssyni. Ragna og Hermann eru í dag skilin.

Á heimilinu er glæsilegur glymskratti og barstólar í líki kóktappa. Ragna á sömuleiðis stórt og mikið fataherbergi út af svefnherbergi sínu auk þess sem partíherbergið svokallaða, með popp- og tyggjóvél, bar, risaskjá, þythokkíborði og mörgu fleira, er hreinlega engu líkt.

Alls eru níu herbergi í húsinu og sex svefnherbergi. Fasteignamat eignarinnar er um hundrað milljónir en húsið var byggt árið 1982. Ekkert ásett verð er á eigninni en beðið er um tilboð í húsið.

Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Rögnu á sínum tíma. 

Kjallarinn er svakalegur og hanga þar gamlar treyjur sem Hermann Hreiðarsson lék í á sínum ferli sem atvinnumaður.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Stórglæsilegt hús í Árbænum.
Eldhúseyjan af dýrari gerðinni.
Rosalegt barðherbergi með bronsuðu baðkari og vaski.
Fallegt fataherbergi sem Ragna Lóa lét gera.
Björt og falleg borðstofa.
Bar í kjallaranum.
Hermann hafði komið sér upp flottum karlakjallara.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×