Fernando Hierro verður þjálfari spænska landsliðsins á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 12:08 Fernando Hierro. Vísir/Getty Spánverjar eru búnir að finna eftirmann Julen Lopetegui sem var óvænt rekinn í morgun. Fernando Hierro mun stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. Spænska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu strax á föstudaginn þegar þeir mæta Evrópumeisturum Portúgala. Julen Lopetegui var rekinn fyrir að tilkynna það nokkrum dögum fyrir HM að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. Formaður spænska knattspyrnusambandsins fékk ekki að vita af því fyrr en nokkrum mínútum áður og sætti sig ekki við slík vinnubrögð. Spænska landsliðið tapaði ekki einum leik undir stjórn Julen Lopetegui sem tók við í júlí 2016.BREAKING: Fernando Hierro to take charge of @SeFutbol during the @FIFAWorldCup after the sacking of Julen Lopetegui. #SSNpic.twitter.com/XL55gsKJ69 — Sky Sports News (@SkySportsNews) June 13, 2018 Fernando Hierro hefur verið í kringum spænska landsliðið því hann var starfandi íþróttastjóri spænska knattspyrnusambandsins. Fernando Hierro mun hitta blaðamenn í kvöld og fær síðan innan við tvo sólarhringa til að stilla liðið fyrir fyrsta leik. Fernando Hierro lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Spánverja en hann lék stærsta hluta ferils síns með Real Madrid. Hierro fór á þrjú heimsmeistaramót með spænska landsliðinu en það var HM 1994 í Bandaríkjunumn, Hm 1998 í Frakklandi og HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Drama í herbúðum Spánverja: Líklega að fara reka þjálfarann sinn nokkrum dögum fyrir HM Framtíð landsliðsþjálfara Spánverja er í uppnámi eftir að hann tilkynnti að hann væri að fara taka við Real Madrid eftir HM. Nýjustu fréttir eru að Julen Lopetegu fái ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. 13. júní 2018 09:17 Tapaði aldrei leik sem landsliðsþjálfari en var samt rekinn Julen Lopetegui fær ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og getur strax farið að undirbúa sig fyrir nýja starfið sem knattspyrnustjóri Real Madrid. 13. júní 2018 10:47 Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. 13. júní 2018 10:14 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Spánverjar eru búnir að finna eftirmann Julen Lopetegui sem var óvænt rekinn í morgun. Fernando Hierro mun stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. Spænska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu strax á föstudaginn þegar þeir mæta Evrópumeisturum Portúgala. Julen Lopetegui var rekinn fyrir að tilkynna það nokkrum dögum fyrir HM að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. Formaður spænska knattspyrnusambandsins fékk ekki að vita af því fyrr en nokkrum mínútum áður og sætti sig ekki við slík vinnubrögð. Spænska landsliðið tapaði ekki einum leik undir stjórn Julen Lopetegui sem tók við í júlí 2016.BREAKING: Fernando Hierro to take charge of @SeFutbol during the @FIFAWorldCup after the sacking of Julen Lopetegui. #SSNpic.twitter.com/XL55gsKJ69 — Sky Sports News (@SkySportsNews) June 13, 2018 Fernando Hierro hefur verið í kringum spænska landsliðið því hann var starfandi íþróttastjóri spænska knattspyrnusambandsins. Fernando Hierro mun hitta blaðamenn í kvöld og fær síðan innan við tvo sólarhringa til að stilla liðið fyrir fyrsta leik. Fernando Hierro lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Spánverja en hann lék stærsta hluta ferils síns með Real Madrid. Hierro fór á þrjú heimsmeistaramót með spænska landsliðinu en það var HM 1994 í Bandaríkjunumn, Hm 1998 í Frakklandi og HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Drama í herbúðum Spánverja: Líklega að fara reka þjálfarann sinn nokkrum dögum fyrir HM Framtíð landsliðsþjálfara Spánverja er í uppnámi eftir að hann tilkynnti að hann væri að fara taka við Real Madrid eftir HM. Nýjustu fréttir eru að Julen Lopetegu fái ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. 13. júní 2018 09:17 Tapaði aldrei leik sem landsliðsþjálfari en var samt rekinn Julen Lopetegui fær ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og getur strax farið að undirbúa sig fyrir nýja starfið sem knattspyrnustjóri Real Madrid. 13. júní 2018 10:47 Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. 13. júní 2018 10:14 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Drama í herbúðum Spánverja: Líklega að fara reka þjálfarann sinn nokkrum dögum fyrir HM Framtíð landsliðsþjálfara Spánverja er í uppnámi eftir að hann tilkynnti að hann væri að fara taka við Real Madrid eftir HM. Nýjustu fréttir eru að Julen Lopetegu fái ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. 13. júní 2018 09:17
Tapaði aldrei leik sem landsliðsþjálfari en var samt rekinn Julen Lopetegui fær ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og getur strax farið að undirbúa sig fyrir nýja starfið sem knattspyrnustjóri Real Madrid. 13. júní 2018 10:47
Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. 13. júní 2018 10:14