Julen Lopetegui mun taka við stórliði Real Madrid eftir HM í Rússlandi en þetta tilkynnti hann aðeins nokkrum dögum fyrir HM þar sem hann mun stýra spænska landsliðinu.
Yfirmenn spænska knattspyrnusambandsins eru vægast sagt mjög ósáttir með það að Julen Lopetegui hafi valið þennan tímapunkt til að gefa þetta út.
Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því í morgun að miklar líkur eru á því að spænska sambandið muni hreinlega reka Julen Lopetegui nokkrum dögum fyrir HM vegna þessa máls.
Horas críticas para Julen Lopetegui como seleccionador nacional https://t.co/TzNYCypCZh Por @jfelixdiazpic.twitter.com/HpppH7yYwr
— MARCA (@marca) June 13, 2018
„Við ætlum að gera það sem er best fyrir liðið,“ sagði Luis Rubiales við blaðamanna Marca. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en er brjálaður yfir að þetta hafi verið tilkynnt fyrir HM.
Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið er Fernando Hierro.