Alfreð fékk tvö gul spjöld í tveimur leikjum á EM fyrir tveimur árum síðan og þurfti ekki margar mínútur í það.
„Gaman að byrja á þessum jákvæðu nótum," segir Alfreð brosandi og átti ekki alveg von á þessari byrjun í viðtali.
„Þetta var eitthvað heimsmet að ég var kominn í bann eftir að hafa spilað í 30 mínútur. Ég ætla að reyna að halda mér á vellinum í þetta skiptið og líka á mottunni. Það er fínt fyrsta markmið er maður keyrir inn í mót.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.