Marcus Rashford, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á síðustu æfingu liðsins fyrir HM. Meiðslin eru þó ekki talin alvarleg.
Þessu greinir Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins frá, en enska liðið hélt til Rússlands í gær. Rashford meiddist á æfingu á mánudag og fékk þungt högg.
Meiðslin eru þó ekki sögð alvarleg en Rashford skoraði frábært mark og var valinn maður leiksins er England vann 2-0 sigur á Kosta-Ríka í síðasta leik liðsins fyrir HM.
England spilar gegn Túnis í fyrsta leiknum á HM þann átjánda júní en einnig eru Englendingar í riðli með Panama og Belgum sem er spáð góðu gengi.
Rashford meiddist á síðustu æfingunni áður en haldið var til Rússlands
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn