Philippe Coutinho heldur upp á 26 ára afmælið sitt í dag og bjóst þessi leikmaður Barcelona kannski við að fá smá lúxusmeðferð á þessum degi. Það beið hans hinsvegar allt önnur lífsreynsla.
Neymar og fleiri liðsfélagar ákváðu að skella Philippe Coutinho í eggjasturtu í tilefni dagsins. Coutinho vissi varla hvað á sig stóð veðrið en fjölmargir áhorfendur og hinir leikmenn brasilíska landsliðsins höfðu mjög gaman af þessu.
Philippe Coutinho fékk síðan góða hjálp við að hefna sín á Neymar en þar kom Marcelo sterkur inn og stillti stórstjörnu Brasilíumanna upp þannig hann gat engum vörnum komið við sinni eggjasturtu.
Philippe Coutinho og Neymar voru báðir á skotskónum í síðasta undirbúningsleik brasilíska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið en fyrstu leikur liðsins á HM í Rússlandi verður á móti Svisslendingum 17. júní næstkomandi.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá þessum óvenjulegu tilþrifum á æfingu brasilíska landsliðsins.
Brazil training looks fun...
Philippe Coutinho gets egged on his birthday, before Marcelo helps him get his revenge on Neymar pic.twitter.com/ZG9riVQSnR
— ESPN FC (@ESPNFC) June 12, 2018