„Við unnum samt fyrsta leikinn áður en ég fór líka, ég verð að taka það fram,“ segir Birkir Már léttur.
Birkir kom á sínum tíma nokkuð óvænt inn í Valssliðið sumarið 2006 og stimplaði sig inn í hægri bakvörðinn í fjarveru Steinþórs Gíslason sem var meiddur. Þegar Steinþór náði sér af meiðslunum varð hann að gjöra svo vel að læra á stöðu vinstri bakvarðar. Sem hann gerði að sinni.

En ætli það verði örlög Birkis Más? Að þurfa að breyta til í ljósi þess að Arnar Sveinn Geirsson hefur verið að spila afar vel í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más?
„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim og slæ Bjarna út úr liðinu í staðinn,“ segir Birkir og hlær.
„Nei nei, vonandi vinnum við alla leiki á meðan ég er í burtu og þá er bara að koma sér aftur í liðið þegar ég kem til baka.“
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.