Ásgeir Trausti fer hringinn og kynnir nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. júní 2018 06:00 Ásgeir verður í kósí kassagítarfílíng á landsbyggðinni í lok júlí. Vísir/Sigtryggur „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
„Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39
Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15