Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018.
Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan.
Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla.
Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari.
„Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu.
„Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.
Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13)
2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9)
3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5)
4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3)
5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1)
5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1)
7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par)
7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par)
7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par)
10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1)
10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1)
10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Birgir tók gullið í Mosfellsbæ eftir stórkostlegt golf
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti