Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 07:30 Rúrik Gíslason kíkti framm í til Guðmundar Gíslasonar flugstjóra og kollega hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira