„Þægileg“ leið enska landsliðsins í úrslitaleik HM að verða enn „þægilegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 11:30 James Rodriguez gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira