Fréttir höfðu áður verið fluttar af því að Sheeran hefði klæðst treyjunni á Instagram en hann virðist hafa vippað sér í hana tvö kvöld í röð.
Í fyrra skiptið var hann í fótbolta með félögum sínum, en þar sást þó aðeins glitta í treyju íslenska liðsins. Í gærkvöldi var Sheeran svo fenginn til að koma fram á góðgerðarviðburði til styrktar AIDS-samtökum Eltons Johns í Windsor á Englandi og notaði þar aftur tækifærið til að klæðast treyjunni.
Af myndum frá gærkvöldinu að dæma má ætla að Sheeran hafi liðið vel í einkennisbúningi íslenska liðsins er hann spilaði fyrir viðburðargesti.

