Forsaga málsins er sú að Musk lýsti yfir hrifningu sinni á téðum bolla úr smiðju bandaríska leirlistamannsins Toms Edwards á Twitter í fyrra. Tíst Musks varð til þess að bollinn seldist eins og heitar lummur og var Edward að vonum ánægður með athyglina.
Mánuði síðar birti Musk hins vegar annað tíst í auglýsingaskyni fyrir nýjan eiginleika í Teslu-bifreiðum sínum, svokallaða „teikniblokk“ (e. sketch pad), sem gerir notendum kleift að teikna á snertiskjá í bílunum. Til að sýna virkni skjásins birti Musk m.a. nær nákvæmlega sömu mynd og var að finna á bolla Edwards: brosmildan, prumpandi einhyrning.
Made today on Tesla sketch pad pic.twitter.com/Z8dFP2NN41
— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2017
„Ég elska að hann [einhyrningurinn] sé í bílunum þeirra en ég vil bara að þau breyti rétt og borgi mér nægilega fyrir hann,“ var haft eftir Edward í viðtali vegna málsins.
Musk virtist hins vegar ekki á þeim buxunum að greiða Edward fyrir notkun á einhyrningnum prumpandi, ef marka má fyrstu svör hans á Twitter. Dóttir Edwards vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum í vikunni. Í svari við gagnrýni hennar sagði Musk að það væri „asnalegt“ að lögsækja hann fyrir notkun á einhyrningnum og að Edward ætti að vera þakklátur fyrir „athyglina“.
hey y'all Grimes' boyfriend ripped off my dad's art! this is a true story! what do you have to say for yourself @elonmusk ?? https://t.co/TMMJAS1ZGM
— Lisa Prank (@lisaprank) June 26, 2018
Lisa, I popularized your Dad's mug for free, he made thousands of dollars as a result & now he wants more money because someone else's drawing of that mug was used as a sketch pad example in a *hidden* feature. How much money does your Dad want for this terrible transgression?
— Elon Musk (@elonmusk) June 27, 2018
Nothing is more absurd than reality! This silly drawing that was just added as a silly example for our sketchpad Easter egg has bothered me more than anything today. I definitely care about artists getting compensated. It would be unfair not to do so.
— Elon Musk (@elonmusk) June 28, 2018