Rekstur Mannvits reyndist erfiður vegna hærri launa og gengisþróunar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. júní 2018 07:00 Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Sjá meira
Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Sjá meira