Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júní 2018 06:00 Stemmingin í fyrra var nánast óbærilega kósí eins og sjá má hér. Sigurður Guðmundsson Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira