Kári líklega hættur: Engar yfirlýsingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 21:50 Kári Árnason með fjölskyldu sinni eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira