Kári líklega hættur: Engar yfirlýsingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 21:50 Kári Árnason með fjölskyldu sinni eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn