Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 16:33 Dalic er að gera flotta hluti með króatíska liðið. vísir/getty Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira
Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira
Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
„Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30