Fótbolti

Heimir: Höldum alltaf að við munum vinna Eurovision

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. vísir/vilhelm
Bjartsýni íslensku þjóðarinnar vegna strákanna okkar á HM hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari fékk spurningu frá Englandi um þetta bjartsýni. Hvernig stæði á þessu eiginlega?

„Það er í genunum á Íslendingum að vera bjartsýnir,“ sagði Heimir brosandi og hafði augljóslega gaman af spurningunni.

„Við höldum alltaf að við munum vinna Eurovision en komumst samt aldrei í úrslitin. Íslendingar halda að við vinnum alla á HM líka.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×