Hjarta enska landsliðsins liggur í kringum Manchester og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 12:00 Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama. Vísir/Getty Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira