Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Heimir þarf að passa upp á gulu spjöldin. vísir/vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30