Súperstjarna Breiðholtsins með sitt fyrsta lag Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júní 2018 08:00 Birgir Hákon er algjör stjarna í Breiðholtinu að sögn leikstjóra myndbandsins og hann ákvað að fanga stemminguna sem því fylgir í myndbandinu. Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira