Keane og Neville hraunuðu yfir Boateng │,,Heldur að hann sé Beckenbauer“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Jerome Boateng fær það óþvegið vísir/getty Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00