Sætti kynþáttahatri eftir dýrkeypt brot gegn Þjóðverjum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 08:02 Durmaz er sonur foreldra sem fluttu til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Vísir/EPA Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz var fórnarlamb kynþáttahaturs og hótana á samfélagsmiðlum eftir að hann gaf aukaspyrnu sem Þjóðverjar skoruðu sigurmark sitt úr á lokamínútum leiks þeirra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Toni Kroos braut hjörtu Svía með sigurmarki eftir aukaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Fram að því var útlit fyrir að Svíar næðu óvæntu stigi gegn heimsmeisturum Þjóðverja og kæmu sér í kjörstöðu í F-riðli. Það var brot Durmaz rétt fyrir utan vítateig Svía sem leiddi til aukaspyrnunnar. Reuters-fréttastofan segir að hatursskilaboð hafi byrjað að flæða yfir Instagram-síðu Durmaz nærri því um leið og boltinn hafnaði í netinu. Durmaz er af assýrískum ættum en fjölskylda hans fluttist til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Hann gerði sjálfur lítið úr níðinu sem hann varð fyrir. „Þetta er ekki neitt sem ég læt á mig fá. Ég er hér fullur stolts og kem fram fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði hann eftir leikinn. John Guidetti, félagi Durmaz úr landsliðinu, lofaði framlag hans í leiknum. „Hann hljóp og barðist allan leikinn, þetta er óheppni, það er forheimska að ausa yfir hann hatri fyrir það,“ sagði Guidetti við fréttamenn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz var fórnarlamb kynþáttahaturs og hótana á samfélagsmiðlum eftir að hann gaf aukaspyrnu sem Þjóðverjar skoruðu sigurmark sitt úr á lokamínútum leiks þeirra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Toni Kroos braut hjörtu Svía með sigurmarki eftir aukaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Fram að því var útlit fyrir að Svíar næðu óvæntu stigi gegn heimsmeisturum Þjóðverja og kæmu sér í kjörstöðu í F-riðli. Það var brot Durmaz rétt fyrir utan vítateig Svía sem leiddi til aukaspyrnunnar. Reuters-fréttastofan segir að hatursskilaboð hafi byrjað að flæða yfir Instagram-síðu Durmaz nærri því um leið og boltinn hafnaði í netinu. Durmaz er af assýrískum ættum en fjölskylda hans fluttist til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Hann gerði sjálfur lítið úr níðinu sem hann varð fyrir. „Þetta er ekki neitt sem ég læt á mig fá. Ég er hér fullur stolts og kem fram fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði hann eftir leikinn. John Guidetti, félagi Durmaz úr landsliðinu, lofaði framlag hans í leiknum. „Hann hljóp og barðist allan leikinn, þetta er óheppni, það er forheimska að ausa yfir hann hatri fyrir það,“ sagði Guidetti við fréttamenn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira