Útsofinn Birkir segir strákana okkar í bullandi séns Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 12:30 Birkir Bjarnason átti erfiðan dag á skrifstofunni á móti Nígeríu. vísr/vilhelm Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Sjá meira