Átti að vera leikurinn þar sem við tökum þrjú stig Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 19:00 Strákarnir okkar reyndu að bera höfuðið hátt á æfingu sinni í Rússlandi í morgun. Þrátt fyrir sárt tap í gær þá á Ísland enn möguleika á að komast áfram. „Það er oft erfitt að ná sér niður eftir leiki. Þetta var rysjótt nótt en menn eru vaknaðir og farnir að hugsa um næsta verkefni,“ segir Hannes Þór Halldórsson jákvæður í morgunsárið. Birkir Bjarnason bætir við að þetta hafi verið mjög sárt tap. „Þetta var erfitt og gríðarlega svekkjandi. Sérstaklega þar sem þetta átti að vera leikurinn þar sem við ætluðum að ná þremur stigum. Svona er fótboltinn. Við verðum að byrja aftur og gera betur í næsta leik.“ Það var mikill hiti í Volgograd í gær sem hafði skiljanlega mikil áhrif á liðin en þó aðallega okkar menn sem eru ekki vanir þetta miklum hita. „Þú verður eiginlega að spyrja miðjumennina og þá sem eru að skila 5-10 kílómetrum í leik. Ég er ekki að skila nema fimm. Ég var samt mjög þyrstur og alltaf að sækja vatn. Fann að tók toll. Mér finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi tekið nokkur prósent úr strákunum sem hlaupa mest,“ segir Hannes en Birkir viðurkennir að hitinn hafi vissulega haft sín áhrif. „Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist í seinni hálfleik þá var þetta mjög erfitt. Síðustu 20 mínútur held ég að margir hafi verið búnir sem er skiljanlegt. Þetta var gríðarlega erfitt.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Strákarnir okkar reyndu að bera höfuðið hátt á æfingu sinni í Rússlandi í morgun. Þrátt fyrir sárt tap í gær þá á Ísland enn möguleika á að komast áfram. „Það er oft erfitt að ná sér niður eftir leiki. Þetta var rysjótt nótt en menn eru vaknaðir og farnir að hugsa um næsta verkefni,“ segir Hannes Þór Halldórsson jákvæður í morgunsárið. Birkir Bjarnason bætir við að þetta hafi verið mjög sárt tap. „Þetta var erfitt og gríðarlega svekkjandi. Sérstaklega þar sem þetta átti að vera leikurinn þar sem við ætluðum að ná þremur stigum. Svona er fótboltinn. Við verðum að byrja aftur og gera betur í næsta leik.“ Það var mikill hiti í Volgograd í gær sem hafði skiljanlega mikil áhrif á liðin en þó aðallega okkar menn sem eru ekki vanir þetta miklum hita. „Þú verður eiginlega að spyrja miðjumennina og þá sem eru að skila 5-10 kílómetrum í leik. Ég er ekki að skila nema fimm. Ég var samt mjög þyrstur og alltaf að sækja vatn. Fann að tók toll. Mér finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi tekið nokkur prósent úr strákunum sem hlaupa mest,“ segir Hannes en Birkir viðurkennir að hitinn hafi vissulega haft sín áhrif. „Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist í seinni hálfleik þá var þetta mjög erfitt. Síðustu 20 mínútur held ég að margir hafi verið búnir sem er skiljanlegt. Þetta var gríðarlega erfitt.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira