Geggjuð taktísk breyting ef Ísland hefði skorað á undan Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson er búinn að horfa á leikinn tvisvar sinnum aftur. vísir/vilhelm „Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16