Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 12:30 Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00
„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15
Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30