Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 12:30 Frétt um leikinn í Þjóðviljanum. Mynd/Þjóðviljinn 25. ágúst 1981 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira