Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar stelpurnar fóru á leikinn streymdu að þeim fréttamenn hvaðanæva úr heiminum og báðu um viðtöl; frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja. Hér eru þær í góðu stuði með einum frá Mexíkó sem að sjálfsögðu var með barðastóran hatt. „Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira