Vængstýfðir Ofurernir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2018 12:00 Victor Moses er ein stærsta sjarna níígeríska liðsins. Vísir/Getty Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira