Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Helgi Vífiill Júlíusson skrifar 21. júní 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri Gamma Capital Management. Fréttablaðið/stefán Lykilstjórnendur GAMMA munu áfram starfa fyrir félagið eftir kaup fjárfestingarbankans Kviku á fyrirtækinu. Þar með taldir eru Agnar Tómas Möller, annar stofnandi GAMMA og framkvæmdastjóri sjóða, Valdimar Ármann forstjóri og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar. Þetta segir Valdimar í samtali við blaðið. „Við teljum mikilvægt að halda áfram að þjónusta stóran hóp viðskiptavina. Lykilstjórnendur GAMMA voru hluthafar í fyrirtækinu og við munum fá hluta af kaupverðinu greiddan með bréfum í Kviku. Við höfum því hagsmuni af að gæta þess að vel gangi í rekstrinum. Með þessum kaupum höfum við skapað öflugra og sterkara fyrirtæki og getum boðið víðtækari fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Valdimar. GAMMA verður sjálfstætt dótturfélag Kviku. Kaupverðið gæti numið allt að 3,75 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Greiðslum verður skipt með eftirfarandi hætti: Hluthafar fá 1,1 milljarð króna í reiðufé sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengda greiðslu, sem metin er á 1,4 milljarða króna.Sjá einnig: Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Auk þess fá hluthafar þriggja prósenta hlut í Kviku, sem metinn er nú á 432 milljónir auk árangurstengdrar greiðslu sem geti numið allt að 5,9 prósenta hlut í bankanum sem metinn er á um 839 milljónir króna . Samanlagt væri því um að ræða tæplega níu prósenta hlut í bankanum. Eigið fé GAMMA var 2,1 milljarður króna í árslok 2017 en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljóna króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. „Allir hluthafar GAMMA munu kaupa tilteknar eignir af fyrirtækinu sem ekki tilheyra kjarnarekstri þess,“ segir Valdimar. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger, á um 10 prósenta hlut rétt eins og Guðmundur. Valdimar á 6,2 prósenta hlut. „Eigið fé GAMMA hefur að miklu leyti byggst upp af árangursþóknunum af rekstri sjóða. Hluti af þeim greiðslum á eftir að skila sér. Árangurstengd þóknun hluthafa byggist enn fremur á þróun eigna í stýringu á tilteknu tímabili. Það er hefðbundinn varúðarnagli til að tryggja að verðmæti eignarinnar rýrni ekki,“ segir Valdimar. „Það er hluti af kaupum Kviku á GAMMA að hagræða í rekstrinum. Það ætti að skila sér til viðskiptavina. Til að byrja með eru engar breytingar fyrirhugaðar á starfsmannahaldi enda markmiðið með kaupunum að fjárfesta í öflugu sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt vöruúrval. Það er ljóst að þegar fram í sækir verður skoðað hvernig hagkvæmast verður að byggja félagið til framtíðar enda er samlegð í vissum þáttum starfseminnar,“ segir Valdimar. Spurður hvort GAMMA eða Kvika hafi átt fyrsta útspilið í samningaviðræðunum segist hann ekki geta sagt til um það eða hvort það skipti máli. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Lykilstjórnendur GAMMA munu áfram starfa fyrir félagið eftir kaup fjárfestingarbankans Kviku á fyrirtækinu. Þar með taldir eru Agnar Tómas Möller, annar stofnandi GAMMA og framkvæmdastjóri sjóða, Valdimar Ármann forstjóri og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar. Þetta segir Valdimar í samtali við blaðið. „Við teljum mikilvægt að halda áfram að þjónusta stóran hóp viðskiptavina. Lykilstjórnendur GAMMA voru hluthafar í fyrirtækinu og við munum fá hluta af kaupverðinu greiddan með bréfum í Kviku. Við höfum því hagsmuni af að gæta þess að vel gangi í rekstrinum. Með þessum kaupum höfum við skapað öflugra og sterkara fyrirtæki og getum boðið víðtækari fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Valdimar. GAMMA verður sjálfstætt dótturfélag Kviku. Kaupverðið gæti numið allt að 3,75 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Greiðslum verður skipt með eftirfarandi hætti: Hluthafar fá 1,1 milljarð króna í reiðufé sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengda greiðslu, sem metin er á 1,4 milljarða króna.Sjá einnig: Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Auk þess fá hluthafar þriggja prósenta hlut í Kviku, sem metinn er nú á 432 milljónir auk árangurstengdrar greiðslu sem geti numið allt að 5,9 prósenta hlut í bankanum sem metinn er á um 839 milljónir króna . Samanlagt væri því um að ræða tæplega níu prósenta hlut í bankanum. Eigið fé GAMMA var 2,1 milljarður króna í árslok 2017 en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljóna króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. „Allir hluthafar GAMMA munu kaupa tilteknar eignir af fyrirtækinu sem ekki tilheyra kjarnarekstri þess,“ segir Valdimar. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger, á um 10 prósenta hlut rétt eins og Guðmundur. Valdimar á 6,2 prósenta hlut. „Eigið fé GAMMA hefur að miklu leyti byggst upp af árangursþóknunum af rekstri sjóða. Hluti af þeim greiðslum á eftir að skila sér. Árangurstengd þóknun hluthafa byggist enn fremur á þróun eigna í stýringu á tilteknu tímabili. Það er hefðbundinn varúðarnagli til að tryggja að verðmæti eignarinnar rýrni ekki,“ segir Valdimar. „Það er hluti af kaupum Kviku á GAMMA að hagræða í rekstrinum. Það ætti að skila sér til viðskiptavina. Til að byrja með eru engar breytingar fyrirhugaðar á starfsmannahaldi enda markmiðið með kaupunum að fjárfesta í öflugu sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt vöruúrval. Það er ljóst að þegar fram í sækir verður skoðað hvernig hagkvæmast verður að byggja félagið til framtíðar enda er samlegð í vissum þáttum starfseminnar,“ segir Valdimar. Spurður hvort GAMMA eða Kvika hafi átt fyrsta útspilið í samningaviðræðunum segist hann ekki geta sagt til um það eða hvort það skipti máli.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00