Kvika banki að kaupa GAMMA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 09:39 Kvika banki var skráður á markað í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. Þar segir að fyrirhuguð viðskipti séu háð ýmsum skilyrðum, til að mynda niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku banka. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Með breyttu eignarhaldi munu myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA en félagið verður rekið áfram undir nafni GAMMA sem sjálfstætt dótturfélag Kviku banka. Markmið Kviku banka með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar og erlendrar starfsemi,“ segir í tilkynningunni. GAMMA er sjóðstýringarfélag og fagnaði nýverið tíu ára afmæli. Sjóðir félagsins eru á meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Þá fjárfesta þeir einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem GAMMA hóf nýverið rekstur sjóða utan um erlendar fjárfestingar. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Eigið fé GAMMA í árslok 2017 var 2.054 milljónir króna en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017. Kvika banki leggur áherslu á fjárfestingabankastarfsemi og er með sterka stöðu í eigna- og sjóðastýringu. Bankinn er einnig með öfluga starfsemi í markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku banka og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna gangi kaupin á GAMMA eftir. Viljayfirlýsing aðila kveður á um að kaupverð fyrir allt útistandandi hlutafé GAMMA nemi 3.750 milljónum króna, m.v. stöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem eftir á að tekjufæra. Jafnframt kaupa núverandi hluthafar GAMMA tilteknar eignir af félaginu. Kaupverðið á GAMMA getur tekið breytingum til hækkunar og lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum. Kaupverðið samanstendur af reiðufé og hlutabréfum í Kviku banka, með eftirfarandi hætti: (i) Reiðufé að fjárhæð 1.057 milljónir króna sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengd greiðsla, sem metin er á um 1.443 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í árslok 2017. (ii) Hlutafé í Kviku banka að nafnvirði 56.124.133 hluta sem greiðist við frágang viðskipta og árangurstengd greiðsla sem getur numið allt að 108.946.847 hlutum að nafnvirði,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. Þar segir að fyrirhuguð viðskipti séu háð ýmsum skilyrðum, til að mynda niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar Kviku banka. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Með breyttu eignarhaldi munu myndast enn frekari tækifæri í starfsemi GAMMA en félagið verður rekið áfram undir nafni GAMMA sem sjálfstætt dótturfélag Kviku banka. Markmið Kviku banka með kaupunum er að styrkja bankann enn frekar á sviði eigna- og sjóðastýringar og erlendrar starfsemi,“ segir í tilkynningunni. GAMMA er sjóðstýringarfélag og fagnaði nýverið tíu ára afmæli. Sjóðir félagsins eru á meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Þá fjárfesta þeir einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem GAMMA hóf nýverið rekstur sjóða utan um erlendar fjárfestingar. Stærsti eigandi félagsins er Gísli Hauksson, annar stofnenda, með um 31 prósent eignarhlut. „Eigið fé GAMMA í árslok 2017 var 2.054 milljónir króna en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljónir króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. Eignir í stýringu hjá GAMMA námu 138 milljörðum króna í árslok 2017. Kvika banki leggur áherslu á fjárfestingabankastarfsemi og er með sterka stöðu í eigna- og sjóðastýringu. Bankinn er einnig með öfluga starfsemi í markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf, sérhæfðri lánastarfsemi og einkabankaþjónustu. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku banka og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna gangi kaupin á GAMMA eftir. Viljayfirlýsing aðila kveður á um að kaupverð fyrir allt útistandandi hlutafé GAMMA nemi 3.750 milljónum króna, m.v. stöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem eftir á að tekjufæra. Jafnframt kaupa núverandi hluthafar GAMMA tilteknar eignir af félaginu. Kaupverðið á GAMMA getur tekið breytingum til hækkunar og lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti eigna GAMMA þróast á næstu misserum. Kaupverðið samanstendur af reiðufé og hlutabréfum í Kviku banka, með eftirfarandi hætti: (i) Reiðufé að fjárhæð 1.057 milljónir króna sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengd greiðsla, sem metin er á um 1.443 milljónir króna m.v. stöðu GAMMA í árslok 2017. (ii) Hlutafé í Kviku banka að nafnvirði 56.124.133 hluta sem greiðist við frágang viðskipta og árangurstengd greiðsla sem getur numið allt að 108.946.847 hlutum að nafnvirði,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur