Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 20:30 Hannes Þór Halldórsson og strákarnir okkar vita hvað þarf að gera. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Nígeríu í annarri umferð riðlakeppni HM 2018 í Volgograd á föstudaginn en með sigri verður liðið í góðri stöðu fyrir lokaumferðina eftir jafnteflið gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru ekki í ósvipaðri stöðu á EM 2016 fyrir tveimur árum en þá gerðu þeir jafntefli við Portúgal, 1-1, og áttu svo fyrir höndum leik á móti Ungverjalandi sem flestir töldu fýsilegasta leikinn til að vinna. Nígería er neðst á heimslistanum af liðunum í D-riðli og mögulegarnir góðir fyrir strákana okkar. Þeir verða þó að spila betur en á móti Ungverjum á EM 2016 þar sem að okkar menn náðu sér aldrei á strik.Hannes Þór og strákarnir vilja sigur á föstudaginnVísir/GettyVoru í góðri stöðu „Það er ótrúlega margt sem er svipað með þessum tveimur mótum. Þetta er spegilmynd er í rauninni spegilmynd. Þessi leikur á móti Ungverjum verður virkilega mikivæg reynsla fyrir okkur,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins. „Þar vorum við komnir í góða stöðu eftir að ná í sterkt stig í fyrsta leik og sigur hefði komið okkur áfram. Munurinn er kannski að það er ekkert í höfn þó svo að við vinnum Nígeríu.“ Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sigur á móti Nígeríu gætu okkar menn auðveldlega farið heim með tapi í lokaumferðinni. En, hvað ætla þeir að gera til að passa sig á að falla ekki í sömu gryfju og á EM og hvað gerðist þar?Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmLæra af þessu „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram. Þetta verður auðvitað risaskref fyrir okkur ef okkur tekst að sigra þann leik,“ segir Hannes. „Það sem við lærðum mest á þessu er að fara inn í svona leik eftir sterkt stig sem skilar engu nema gera vel í næsta leik. Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Nígeríu í annarri umferð riðlakeppni HM 2018 í Volgograd á föstudaginn en með sigri verður liðið í góðri stöðu fyrir lokaumferðina eftir jafnteflið gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru ekki í ósvipaðri stöðu á EM 2016 fyrir tveimur árum en þá gerðu þeir jafntefli við Portúgal, 1-1, og áttu svo fyrir höndum leik á móti Ungverjalandi sem flestir töldu fýsilegasta leikinn til að vinna. Nígería er neðst á heimslistanum af liðunum í D-riðli og mögulegarnir góðir fyrir strákana okkar. Þeir verða þó að spila betur en á móti Ungverjum á EM 2016 þar sem að okkar menn náðu sér aldrei á strik.Hannes Þór og strákarnir vilja sigur á föstudaginnVísir/GettyVoru í góðri stöðu „Það er ótrúlega margt sem er svipað með þessum tveimur mótum. Þetta er spegilmynd er í rauninni spegilmynd. Þessi leikur á móti Ungverjum verður virkilega mikivæg reynsla fyrir okkur,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins. „Þar vorum við komnir í góða stöðu eftir að ná í sterkt stig í fyrsta leik og sigur hefði komið okkur áfram. Munurinn er kannski að það er ekkert í höfn þó svo að við vinnum Nígeríu.“ Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sigur á móti Nígeríu gætu okkar menn auðveldlega farið heim með tapi í lokaumferðinni. En, hvað ætla þeir að gera til að passa sig á að falla ekki í sömu gryfju og á EM og hvað gerðist þar?Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmLæra af þessu „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram. Þetta verður auðvitað risaskref fyrir okkur ef okkur tekst að sigra þann leik,“ segir Hannes. „Það sem við lærðum mest á þessu er að fara inn í svona leik eftir sterkt stig sem skilar engu nema gera vel í næsta leik. Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30
Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00