Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Sylvía Hall skrifar 30. júní 2018 11:09 Yeezy-skórnir eiga sér marga dygga aðdáendur víða um land og leggja margir hverjir ýmislegt á sig til að næla sér í par. Ekki er vitað hvort einhverjir tjölduðu þó í þetta skiptið. Fréttablaðið/Ernir Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT
Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30
Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01