Útsláttarkeppnin hefst með tveimur stórleikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki sínu. Vísir/Getty Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira