Fótbolti

Henderson meiddur og tæpur fyrir undanúrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jordan Henderson faðmar móður sína eftir leikinn á móti Svíþjóð.
Jordan Henderson faðmar móður sína eftir leikinn á móti Svíþjóð. vísir/gettyy
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og miðjumaður enska landsliðsins í fótbolta, er meiddur aftan í læri og tæpur fyrir undanúrslitaleik Englands gegn Króatíu á HM 2018 sem fram fer á miðvikudaginn.

Sky Sports hefur heimildir fyrir þessu en meiðslin eru ekki sögð alvarleg og gæti farið svo að Henderson verði klár í slaginn fyrir þennan fyrsta undanúrslitaleik enska liðsins á heimsmeistaramóti í 28 ár.

Sjúkralið Englands mun passa vel upp á miðjumanninn næstu daga til að hafa hann kláran í slaginn en enska liðið vann Svíþjóð auðveldlega, 2-0, í átta liða úrslitum mótsins á laugardaginn þar sem að Henderson spilaði vel eins og aðrir leikmenn liðsins.

Henderson hljóp tveimur kílómetrum meira en næsti maður í leiknum á móti Kólumbíu í 16 liða úrslitum mótsins en þessi óþreytandi vinnuhestur er gríðarlega mikilvægur fyrir enska liðið inn á miðjunni.

Jamie Vardy, framherji Leiester, er enn þá tæpur vegna meiðsla sinna í nára sem hann varð fyrir á móti Kólumbíu í 16 liða úrslitum en Vardy horfði á leikinn gegn Svíþjóð úr stúkunni.

England hefur ekki komist í undanúrslit á HM síðan árið 1990 þegar liðið tapaði að sjálfsögðu í vítaspyrnukeppni fyrir Vestur-Þýskalandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×