Fyrir utan sjónvarpsáhorf voru 3,8 milljónir sem streymdu útsendingunni á vef BBC og er það met á vefnum.
Að meðaltali horfðu 15,8 milljónir á leikinn frá upphafi til enda en þegar leikar stóðu sem hæst voru 89 prósent þeirra sem höfðu kveikt á sjónvarpi sínu með stillt á leikinn.
Þetta eru þó ekki jafn margir og fylgdust með vítaspyrnukeppni Englands og Kólumbíu, en á hana horfðu 23,6 milljónir.
Þessar tölur komast þó ekki nálægt áhorfi okkar Íslendinga á fyrsta leik heimsmeistaramótsins gegn Argentínu. Í síðustu mínútu uppbótartíma þess leiks höfðu 99,6 prósent þeirra sem höfðu kveikt á sjónvarpinu sínu stillt á leikinn.
Crikey. Humongous figures again for England. Nearly 20 million on a hot sunny afternoon is incredible, especially given how many watched in pubs, communal gatherings etc...that don’t register. And that share must be close to a record. Football’s coming to homes everywhere. https://t.co/StVKa1L9ky
— Gary Lineker (@GaryLineker) July 8, 2018