Góðar laxagöngur í Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 12:00 Fínar göngur hafa veið í Gljúfurá síðsustu daga Mynd: SVFR Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt. Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði
Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt.
Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði