Staðir teygja sig frá Brjánslæk í Bakkadal Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 10:00 Listakonurnar sem sýna á Stöðum í ár, Þorgerður, Hildigunnur Ýr og Gunndís. Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“