Sendiherrar sameinast í ást og friði Ingólfstorgi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:30 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Sjá meira
Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Sjá meira